Beint į leišarkerfi vefsins

Skśtustašahreppur

Fréttir

11.5.2017

Sumarstarf - Umhverfisfulltrśi

Staða umhverfisfulltrúa Skútustaðahrepps er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Um sumarstarf er að ræða (tímabundin ráðning). Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi með ríka þjónustulund, samskiptahæfileika og áhuga á fjölbreyttum verkefnum útivið. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Vinnutími getur verið sveigjanlegur.

Verksvið
Aðstoð við fegrun umhverfis í sveitarfélaginu þar sem markmiðið er að snyrta umhverfið okkar og hafa það þrifalegt. Má þar nefna gróðursetningu sumarblóma, aðstoð við græn verkefni, ruslatínsla, umsjón salerna við Leikhnjúk, afgreiðsla/móttaka á gámasvæði, leiðbeiningar til ferðamanna auk annarra tilfallandi starfa. Umhverfisfulltrúinn heyrir undir verkstjóra áhaldahússins.

Hæfniskröfur
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Bílpróf. Vinnuvélaréttindi eru kostur.
• Rík þjónustulund
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Tungumálakunnátta, enska

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.

Senda skal umsókn og starfsferilskrá til Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@myv.is, sem veitir einnig nánari upplýsingar (í tölvupósti).

Skútustaðahreppur


Višburšir

 «Maķ 2018» 
sunmįnžrimišfimföslau
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Skoša alla višburšiStjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré English Deutsch

Mynd