Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Fréttir

6.9.2017

NÝ HEIMASÍĐA: www.skutustadahreppur.is

Þessi heimasíða, www.myv.is,  er ekki uppfærð lengur og verður slóðin tekin úr umferð á næstu vikum. Ný og uppfærð snjallsímavæn heimasíða Skútustaðahrepps hefur verið tekin í notkun. Þar sem hún er snjallsímavæn aðlagar hún sig að því tæki sem hún er skoðuð í.  Jafnframt hefur nýtt lén hefur verið tekið í notkun sem er www.skutustadahreppur.is .  Gamla lénið (myv.is) verður áfram í notkun í einhvern tíma en verður svo lagt niður.

Jafnframt verður netföngum starfsfólks (öðrum en í Reykjahlíðarskóla) breytt þannig á næstu dögum að þau enda á skutustadahreppur.is í stað myv.is.

Gamla heimasíðan var barn síns tíma. Ný heimasíða er liður í aukinni og bættri þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum hafa síðuna lifandi og því viljum við miðla því sem er um að vera í sveitarfélaginu.
Allar ábendingar um heimasíðuna eru vel þegnar og mikilvægt að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Vinsamlegast sendið línu á heimasida@myv.is (breytist svo í heimasida@skutustadahreppur.is)  
Þeir sem vilja senda inn fréttir eða viðburði á heimasíðuna eru hvattir til að gera það og senda á netfang heimasíðunnar.

Rétt er að taka fram að heimasíðan er með frekar einföldu sniði til að byrja með en síðan verður byggt ofan á það efni sem nú er komið inn. Því má segja að heimasíðan verði í mótun fram eftir vetri. Meðal annars koma eldri fundargerðir inn á síðuna á næstu vikum.
Þetta er fyrsti áfangi heimasíðunnar af þremur. Í öðrum áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir Reykjahlíðarskóla sem jafnframt verður hluti af þeirri nýju. Í þriðja áfanga verður gerð ný heimasíða fyrir leikskólann Yl.
Skútustaðahreppur

29.8.2017

Starfsmađur óskast viđ leikskólann Yl

Starfsmaður óskast við Leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 100% stöðu. Kostur er að umsækjandi hafi leikskólakennararéttindi, sérkennsluréttindi eða aðra sambærilega menntun og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknafrestur er til 1. september. Eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

28.8.2017

Vetraropnun í íţróttamiđstöđ

Frá og með 1. september n.k. tekur vetraropnun gildi í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps.

24.8.2017

Sveitarstjórapistill nr. 17

Sveitarstjórapistill nr. 17 er kominn út í dag 24. ágúst 2017 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær. Í pistlinum er m.a. fjallað um að nemendur Reykjahlíðarskóla fá ókeypis skólagögn, setningu skólans, stækkun og fjölgun á leikskólanum Yl, enn öflugri tónlistarkennslu, ráðningu nýs skrifstofustjóra, nýja og snjallsímavæna heimasíðu sveitafélagsins sem fer í gagnið um mánaðarmótin, rakin nýjustu tíðindi af fráveitumálum, beiðni ÁTVR að opna áfengisverslun í Mývatnssveit, svo eitthvað sé nefnt.

16.8.2017

60. fundur sveitarstjórnar

60. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 23. ágúst 2017 og hefst kl. 09:15.

18.7.2017

Lokađ fyrir kalda vatniđ

Athygli er vakin á því að lokað verður fyrir kaldavatnið frá og með miðnætti og fram eftir nóttu (aðfararnótt miðvikudagsins 19. júlí) vegna vinnu við aðveitulögn. Því verður vatnslaust fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun hefur í för með sér.

11.7.2017

Sumarlokun hreppsskrifstofu 17.-28. júlí

Athygli er vakin á því að skrifstofa sveitarfélagsins Skútustaðahrepps að Hlíðavegi 6 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17.-28. júlí n.k. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 31. júlí kl. 9.

6.7.2017

Lokađ fyrir kalda vatniđ

Vegna viðgerða verður lokað fyrir kalda vatnið í dag, fimmtudaginn 6. júlí, frá kl. 13:00 og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

3.7.2017

Auglýsing um skipulag í Reykjahlíđ - Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áformar breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þannig að gert verði ráð fyrir skólphreinsistöð við Sniðilsveg vestan Múlavegar í Reykjahlíð. Svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði og er deiliskipulag frá 2014 í samræmi við það. Breytingin felst í því að vestasta hluta athafnasvæðis 117-A verður breytt í iðnaðarsvæði. Jafnframt verður deiliskipulagi breytt og ný iðnaðarlóð skilgreind við Sniðilsveg.

30.6.2017

Sveitarstjórapistill nr. 16 - 30. júní 2017

Sveitarstjórapistill nr. 16 er kominn út, 30. júní 2017 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í vikunni. Í morgun bárust áhugaverðar fréttir af fráveitumálum sem fjallað er um í pistlinum. Einnig má nefna stórtíðindi af fyrirhugaðri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit, skólamál og margt fleira. Njótið í botn.

27.6.2017

Ađstođ í mötuneyti.

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns í mötuneyti Reykjahlíðarskóla og Leikskólans Yls frá og með 24. ágúst. Um er að ræða 50% starf á starfstíma grunnskólans. 

27.6.2017

Skútustađahreppur - Skrifstofustjóri

Skútustaðahreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélagsins. Skrifstofustjóri er yfirmaður reikningshalds, stýrir bókhaldsvinnu og er ábyrgur fyrir því að bókhald sé fært samkvæmt gildandi lögum og reglum. Skrifstofustjóri kemur jafnframt að mannauðsmálum, launamálum og ýmsu fleira. Skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

22.6.2017

59. fundur sveitarstjórnar

59. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 28. júní 2017 og hefst kl. 09:15.

16.6.2017

Starfsmađur óskast viđ leikskólann Yl í Mývatnssveit

16.6.2017

Tillaga ađ breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 1. júní s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls í Skútustaðahreppi, sem tók gildi 29. apríl 2014.

15.6.2017

Fréttatilkynning - Fimm ára umbótaáćtlun međ fyrirvara um fjármögnun ríkisins

Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi hafa sent inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra (HNE).

14.6.2017

Ragga Gröndal og fjárlög

Lake Myvatn Concert series sem haldið hefur verið síðan 1986 verður með glæsilega dagskrá á næstunni. Ragga Gröndal mætir í Reykja-hlíðarkirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis.

14.6.2017

Sumarlokun hreppsskrifstofu

Athygli er vakin á því að skrifstofa sveitar-félagsins Skútustaðahrepps að Hlíðavegi 6 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17.-28. júlí n.k. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 31. júlí kl. 9.

14.6.2017

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður á morgun, fimmtudaginn 15. júní kl. 17:00. 

14.6.2017

Skútustađahreppur Heilsueflandi samfélag

 heilsuefland

Á fundi sveitarstjórnar 9. nóvember síðastliðinn lagði sveitarstjóri fram minnisblað um Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Embætti landlæknis bauð upp á vinnustofur um þessa nálgun fyrir sveitarfélögum á Norðurlandi. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Soffía Kristín Björnsdóttir kennari og Jóhanna Jóhannesdóttir kennari. Lögð var fram hugmynd að næstu skrefum fyrir Skútustaðahrepp. Sveitarstjórn fagnaði verkefninu og óskaði þátttöku.

14.6.2017

Dagskrá 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á laugardaginn, 17. júní. Að vanda verður hátíðardagskrá á flötinni í Höfða. Boðið verður upp á fría andlitsmálningu og candy floss og hefst andlitsmálun kl. 13:30 inni á flöt. Einnig verða fánar og rellur til sölu á 300 kr. stk.

14.6.2017

Sveitarstjórapistill nr. 15 - 14. júní 2017

Sveitarstjórapistill nr. 15 er kominn út, í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í morgun.

7.6.2017

58. fundur sveitarstjórnar

58. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 14. júní 2017 og hefst kl. 09:15.

2.6.2017

Sveitarstjórapistill nr. 14 - 2. júní 2017

Sveitarstjórapistill nr. 14 er kominn út, 2. júní 2017. Líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit að undanförnu með Hreyfiviku, ruslahreinsun, skólaslitum, bæjar- og sveitarstjóramóti, auknum ferðamannastraumi og fleira. Þá er Mývatnsmaraþon á morgun og tilhlökkunin mikil að taka þátt. Frá síðasta sveitarstjórnarfundi hefur einnig margt áhugavert borið á góma því fundað var með tveimur ráðherrum vegna fráveitumála og viðsnúningur varð í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári samkvæmt ársreikningi, svo eitthvað sé nefnt. Njótið í botn. 

 

2.6.2017

Starfsmađur óskast viđ leikskólann Yl í Mývatnssveit.

30.5.2017

Ruslahreinsun 2017 - Miđvikudag 31.maí - klukkan 17:30

Á hverjum stað er forsvarsmaður félagsins/félaganna beðinn að skipuleggja hreinsunina og ná í ruslapoka og hanska á skrifstofu hreppsins þann dag fyrir 17:00.
Gámavöllurinn á Grímstöðum verður opinn 18:30-19.30 svo hægt er að losna við ruslið.
Fjöregg, Skútustaðahreppur, Samkaup Strax og Jarðböðin bjóða í grillveislu við Jarðböðin kl.19:00. Kjörís býður uppá ís. Frítt í Jarðböðin fyrir ruslatínslufólk.

26.5.2017

57. fundur sveitarstjórnar

57. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 1. júní 2017 og hefst kl. 09:15.

23.5.2017

Sumaropnunartími ÍMS

23.5.2017

Laust starf í mötuneyti Reykjahlíđarskóla

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns í mötuneyti Reykjahlíðarskóla og Leikskólans Yls frá og með 24. ágúst. Um er að ræða 50% starf á starfstíma grunnskólans.

11.5.2017

Sveitarstjórapistill nr. 13 - 11. maí 2017

Meðfylgjandi er sveitarstjórapistill nr. 13 sem kemur út í dag 11. maí 2017. Meðal annars er fjallað um nýtt sumarstarf umhverfisfulltrúa, fráveitumál, vöktun Mývatns, árlega ruslahreinsun, hámarkshraða, leikskólamál, skólaakstur, gæðavottun Vakans og margt fleira. Njótið í botn.Viđburđir

 «Júlí 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd