Beint á leiđarkerfi vefsins

Skútustađahreppur

Forsíđa

Velkomin/n á upplýsinga- og samfélagsvef Skútustaðahrepps. Sveitarfélag sem er í senn ríkt af  fortíð og bjartri framtíð. Hér má finna fjölþættar upplýsingar um hreppinn og það lifandi samfélag sem þar býr ásamt því að hér er hægt að hafa samband við fulltrúa sveitarfélagsins.


Fréttir

16.7.2014

Ruslahreinsun

Þeir sem óska eftir að brotamálmar, timbur og hvers kyns rul verði flutt brott af landareignum þeirra eða lóðum á kostnað Skútustaðahrepps, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Skútustaðahrepps í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 30. júlí.

 

16.7.2014

Fréttir af ljósleiđara

Eins og margir vita þá er verið að leggja ljósleiðara um allan Skútustaðahrepp,  verkið gengur vel en hægar en vonir stóðu til.  Staðan í dag er að langt er komið með að leggja inn í öll hús í sveitinni það vonandi klárast í lok júlí en tafir eru meðal annars vegna þess að hluti af strengjunum sem þarf að nota eru á leiðinni til landsins koma um miðjan júlímánuð.  Nú vonumst við eftir að kerfið verði tilbúið í ágúst.

10.7.2014

Einleikurinn Hulduheimar verđur sýndur á Hallarflötinni í Dimmuborgum á hverju kvöldi í júlí

Einleikurinn Hulduheimar verður sýndur á Hallarflötinni í Dimmuborgum á hverju kvöldi í júlí, frá og með sunnudeginum 6. júlí. Sýningar hefjast kl. 20 og fara fram á ensku. Sýningatími eru 30-40 mín.
Allir gestir greiða 2.000 kr., en börn yngri en 12 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum (Ath. engin posi).
Sjá nánar hér.

8.7.2014

Kynning á deiliskipulagstillögum

Skipulags og byggingarfulltrúi mun verða með opið hús á skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6, 660 Mývatn mánudaginn 14. júlí frá kl. 13:00-16:00 og mun þá kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eftirfarandi skipulagstillögur skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123:

7.7.2014

3. fundur sveitarstjórnar

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. júlí kl: 09:15

Viđburđir

 «Júlí 2014» 
sunmánţrimiđfimföslau
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Skođa alla viđburđiStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré English Deutsch

Mynd